Fréttir

Knattspyrna | 7. desember 2009

Björgvin í þjálfarateymið

Björgvin Björgvinsson er kominn í liðstjórn Keflavíkur og hefur hann verið Willum og Þór innan handar frá því að æfingar hófust.  Björgvin þekkja allir knattspyrnuáhugamenn en hann hefur verið með Willum á hliðarlínunni undanfarin ár.  Þá hefur Willum fengið til sín tvo af sínum nánustu samstarfsmönnum í aðstoðarþjálfarann og bjóðum við hjá Knattspyrnudeildinni Björgvin velkominn til starfa hjá okkur.