Fréttir

Knattspyrna | 8. ágúst 2009

Blika-leikurinn hjá Sportmönnum

Sælir Sportmenn,

Það er lítið hægt að segja um síðasta leik nema að það er gott að það er stutt í næsta leik og tækifæri fyrir okkar menn að svara fyrir sig.  Næsti leikur hjá okkar mönnum er á sunnudaginn 9. ágúst kl. 19:15.  Eins og venjulega þá opnar húsið (Íþróttavallarhúsið við hringbraut) um kl. 18:00.  Dagskráin verður með svipuðu móti og áður en Magnús Torfason mun kynna sitt Draumalið upp úr kl. 18:30.  Kristján þjálfari mun svo mæta um kl. 18:45.  

Ég vill minna á að kaffið og með því sem er í boði fyrir leik og í hálfleik kostar kr. 500 og er baukur sem hægt er að borga í á borðinu.  Það eru nokkrir sem greiddu fyrir allt árið (kr. 5000) og þurfa þeir að sjálfsögðu ekki að greiða fyrir hvern leik.

Að lokum vil ég svo minna á að við drógumst gegn Breiðabliksmönnum í undanúrslinum bikarsins og fer sá leikur fram á Laugardalsvellinum sunnudaginn 13. september.  Vonandi náum við að komast alla leið í bikarnum og spurning hvort Sportmenn vilja vera með einhver áheit á liðið og þá í samvinnu við K-klúbbinn.  Við skoðum það betur þegar líður nær þeim viðburðum.

Með Sportmannakveðju,
Sigmar Scheving