Fréttir

Knattspyrna | 16. júlí 2010

Blika-leikurinn hjá Sportmönnum

Þá er komið að næsta leik hjá okkar mönnum og að þessu sinni mætum við toppliði deildarinnar Breiðablik.  Leikurinn er á sunnudaginn 18. júlí kl. 20:00.  Blikarnir hafa verið að spila mjög vel upp á síðkastið og því ljóst að um hörkuleik verður að ræða.  Við erum eins og stendur fjórum stigum á eftir toppliðunum og því ljóst að um mjög mikilvægan leik er að ræða.  Það er því mikilvægt að við fáum sem flesta á leikinn og styðjum vel við strákana.  Spáin er góð fyrir sunnudaginn þannig að það fer enginn að hangi inni yfir sjónvarpinu til að horfa á þennan leik.

Við munum hittast í íþróttavallarhúsinu við Hringbraut og verða léttar veitingar eins og venjulega.  Húsið mun opna kl. 18:45.  Eins og venjulega mun Willum fara yfir leikinn en eins mun Steini formaður líta inn og fara yfir stöðuna, en mótið er hálfnað núna.  Eins geta menn baunað á hann spurningum ef menn hafa einhverjar, t.d. um leikmannamál, enda er glugginn opinn þessa stundina.  Við vitum ekki nákvæmlega hvor þeirra byrjar en líklegast mun dagskrá byrja ca. 19:10 eða 19:15.

ÁFRAM KEFLAVÍK
Kveðja, Sportmenn