Fréttir

Knattspyrna | 16. september 2008

Blikaleikurinn hjá Sportmönnum

Kæru Sportmenn,
 
Á morgun, miðvikudag, er heimaleikur gegn Breiðabliki úr Kópavogi.
 
Leikurinn hefst óvenju snemma að þessu sinni eða kl. 17:15.  Reynt verður að hafa veitingar klárar kl. 16:30 og vonast er til að félagar geti mætt um það leyti eða upp úr því.  Vegna þessa óvenjulega leiktíma á virkum degi tókst ekki að fá fulltrúa frá Blikum til að ávarpa samkundu okkar en eins og þeir sem mætt hafa reglulega vita hefur hefð skapast um slíkt.  Formaður knattspyrnudeildur, Þorsteinn Magnússon, ætlar að hlaupa í skarðið.  Kristján þjálfari mætir að venju en að öðru leyti verðum við að treysta á eigin málpípur.
 
Minnum á kr. 500:- í baukinn fyrir veitingar.
 
Mætum vel og stundvíslega.
 
Kveðja,
stjórn Sportmanna.