Boðið í sviðaveislu
Í aðdraganda bikarúrslitaleiksins gengur ýmislegt á. Leikmenn og þjálfarar hafa tekið það rólega og hagað undirbúningum að mestu eins og fyrir hvern annan leik. Á föstudagskvöld bauð knattspyrnudeildin hins vegar í veglega bikarsviðakjamma- og saltkjötsveislu. Þar voru mættir helstu forvígismenn íþrótta- og knattspyrnumála í bænum og helstu velunnurum og styrktaraðilum knattspyrnunnar í Keflavík var sérstaklega boðið til veislunnar. Menn skemmtu sér konunglega og gekk mikið á. Meðal gesta var John nokkur, umboðsmaður knattspyrnumanna í Bandaríkjunum, sem skemmti sér vel en leist kannski ekkert sérstaklega vel á veisluföngin! Hápunktur kvöldsins var þó ræða Ása framkvæmdastjóra sem flutti óvæntan pistil um æskuár sín í Vestmannaeyjum og veltust gestir um af hlátri og voru lengi að ná sér. Menn ræddu síðan leikinn og spáðu í spilin...
Glæsilegt hlaðborð.
Ási og Keli. Flottir.
Jón Olsen og Ási.
Hvað er hann að gera?
Einar. Keflavík.
Tveir snillingar.
Flottur í uppvaskinu.
Sögu skal ég segja þér...
Árni hlustar á Ása.
Steinar og Óli.
Hvernig fer leikurinn? Smá veðmál.
Ási með kjammana.
John er ekki skemmt.
Borðið þið þetta í alvöru?
Keli í sviðaþvotti.
Smá grín.