Bói á afmæli...
Það er nóg að gera hjá leikmönnum Keflavíkurliðsins í barneignum og afmælum þessa dagana. Nú er komið að öðlingspiltinum honum Bóa sem heitir víst Hólmar Örn Rúnarsson fullu nafni. Hann er 27 ára í dag, 10. desember, og heldur væntanlega upp á það með pompi og prakt. Við óskum drengnum til hamingju með daginn og hvetjum stuðningsmenn Keflavíkur til að óska Bóa til hamingju hvar sem þeir rekast á hann í dag. Honum þætti ábyggilega vænt um það...