Bojan og Árni Freyr í Svíþjóð
Þeir Árni Freyr Ásgeirsson og Bojan Stefán Ljubicic, leikmenn Keflavíkur, eru nú með U-18 ára landsliðinu í Svíþjóð. Liðið leikur þar í fjögurra liða móti ásamt heimamönnum, Noregi og Wales. Spilað var gegn Wales á þriðjudaginn og tapaðist sá leikur 2-0. Strákarnir okkar voru báðir á bekknum í þeim leik. Í dag, fimmtudag, verður spilað gegn Svíum og samkvæmt vef KSÍ verður Árni Freyr í byrjunarliðinu. Síðasti leikur liðsins í mótinu verður svo á laugardag gegn Norðmönnum. Við óskum strákunum góðs gengis í mótinu.
Bojan og Árni Freyr.
(Mynd: Jón Örvar)