Fréttir

Knattspyrna | 25. nóvember 2005

Bónus-mót 7. flokks á laugardag

Á morgun, laugardaginn 26. nóvember, fer fram í Reykjaneshöll Bónus-mót 7. flokks.  Mótið hefst kl. 13:30 og áætluð mótslok eru um kl. 18:00.  Þátttökuliðin eru 32 frá níu félögum og keppendur um 350.  Með þjálfurum, liðsstjórum, foreldrum og systkinum verða eflaust 500-600 manns í Höllinni.  Eru allir hvattir til að kíkja við og fylgjast með snillingum framtíðarinnar.