Bónusmót 3. flokks kvenna
Hraðmót 3. flokks kvenna verður haldið í Reykjaneshöllinni laugardaginn 4. desember. Það er Bónus sem styrkir mótið sem hefst kl. 14:30 og mótslok eru áætluð kl. 19:30. Leikið er í 11 manna liðum og er leiktíminn 1 x 27 mínútur. Keflavík sendir tvö lið til þátttöku en auk þess taka Víkingur R., Ægir Þorlákshöfn og KFR þátt í mótinu.