Fréttir

Knattspyrna | 4. apríl 2004

Bónusmót hjá stelpunum á mánudag

Mánudaginn 5. apríl verður haldið hraðmót í 5. og 4. flokki kvenna í Reykjaneshöllinni.  Mótið hefst kl. 9:30 hjá 5. flokki en kl. 13:00 í 4. flokki.  Spilað verður á hálfum velli í A-og B-liðum hjá báðum flokkum.  Styrktaraðili þessa móts er BÓNUS verslunin.  Þátttökuliðin í þessu móti auk Keflavíkur eru Afturelding, ÍA og Reynir/Víðir.