Borgarnesferð 5. flokks
Helgina 5. - 6. júní s.l. fór 5. flokkur karla í helgarferð, en stefnt er á að gera þetta að árlegum viðburði fyrstu helgina í júní. Lagt var af stað um hádegisbilið á laugardeginum í Borgarfjörðinn, nánar tiltekið í Borgarnes. Þar byrjuðu piltarnir á að horfa á ófarir íslenska landsliðsins í knattspyrnu gegn því enska. Piltarnir höfðu ekki geð í sér að klára leikinn en fóru þess í stað á æfingu í þeirri von og trú að einn daginn ættu þeir eflaust eftir að glíma við enska landsliðið og því tilvalin stund til þess að leggja knattspyrnufærni í bankann! Að lokinni æfingu var svo farið í hina glæsilegu sundlaug Borgnesinga og voru þær ófáar ferðirnar sem farnar voru í rennibrautinni. Þegar pizzum, frönskum og gosi hafði verið skellt í svanga maga var farið í stutta gönguferð þar sem komið var við á Bjössa-Róló og fræðst um örlög Brákar, eiginkonu Skallagríms heitins.
Þegar nokkuð var liðið á kvöldið var kvöldvaka fyrir piltana þar sem gleðin var allsráðandi. Að loknum löngum og ströngum degi var skriðið í svefnpokana og eins og gengur og gerist í svona ferðum sofnuðu menn misfljótt!!
Árla sunnudagsmorguns var svo haldið í Mosfellsbæ þar sem keppt var í Jako móti Aftureldingar. Þar stóðu piltarnir sig með miklum ágætum í sumarblíðunni. Það voru kátir piltar sem komu til Keflavíkur seinni part sunnudags eftir viðburðaríka helgi.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í ferðinni.
Alvöru töffarar! Áfram Keflavík!!
Brynjar Sigurðsson á alvarlegu nótunum.
Þórður Rúnar Friðjónsson í góðum gír.
Daníel Gylfason, brosmildur að vanda.
Það var mikið stuð á "Bjössa-róló". Brynjar og Aron í léttum swing!
Bjarki og Ragnar Gerald.
Árni, Guðni Már og Davíð.
Eyþór, Andri Þór, Daníel, Guðni Friðrik og Róbert.
Fararstjórarnir Laugi og Öddi.
Eyjólfur og Kristján Helgi.
Öryggið uppmálað í akstrinum, Hafliði Már Brynjarsson.
Aron Ingi og Baldur að ramba.
Daníel, Róbert, Sigurbergur og Guðni Már.
Daníel, Andri Þór, Aron Ingi, Jón Örn, Kristján Helgi, Guðni Már og
Grétar staddir við Brákarsund. En hvar er Brák?!
Brynjar Sigurðsson var sigurvegari ræðukeppninnar,
hann fékk umræðuefnið "foreldrar"!
Kristján Helgi stóð sig feykivel í ræðukeppninni þar sem hann þurfti að
ræða um "stelpur". Það reyndist heldur erfitt að tjá sig í pontu er á
leið sökum mikils hláturs í salnum!
Staðið í ströngu í kappátinu - Sigurvegarinn
Davíð Guðlaugsson þambar kókið.
Sigurbergur sýndi áður óþekkta danstakta í Idol flutningi sínum.
Sigurvegarinn í Idol-keppni 5. flokks 2004, Guðni Már Grétarsson,
flutti lagið um Lalla Jóns af sinni einskæru snilld.
Sigurvegararnir í EM keppni dagsins sem fram fór á Skallagrímsvelli.
Viktor, Maggi og Brynjar.
Sigurliðið í kvöldvökustigakeppninni. Davið (keppti í kappáti), Magnús
(keppti í spurningakeppni), Andri (keppti í ræðukeppni), Baldur (keppti
í minnisleik) og Hafliði (keppti í Idol).
Beðið eftir verðlaununum.
Viktor Smári fær hér sinn verðlaunapening. Guðni Friðrik bíður átekta.
Allur hópurinn saman kominn að loknu Jako móti Aftureldingar.