Fréttir

Knattspyrna | 15. febrúar 2006

Branco kominn til landsins

Branislav Milicevic leikmaður Keflavíkur kom til landsins í gær en langan tíma hefur tekið að fá landvistarleyfi fyrir leikmanninn vegna anna og álags hjá Útlendingastofnun og Vinnumálastofu.  Starfsfólk þeirra stofnana á hins vegar heiður skilinn fyrir lipurð og hjálpsemi við að koma málum í heila höfn fyrir okkur og leikmenn okkar.  Mikil ásókn er í atvinnuleyfi á Íslandi og allt í einu eru allir orðnir fótboltamenn svo staðfestingu þarf orðið á félagaskiptum frá KSÍ fyrir útlendinga til liða á Íslandi svo þeirra mál gangi betur fyrir sig en ella.

Með komu Brankos er leikmannahópur Keflavíkur að fá á sig endanlega mynd.  Buddy Farah kemur til landsins um mánaðarmótin mars-apríl.  Geoff Miles kemur til reynslu hjá Keflavík í lok vikunnar en hann er Bandaríkjamaður og lék með Haukum í 1. deildinni sl. sumar.  Miles er vinstrifótarmaður og leikur í stöðu vinstri bakvarðar.



Branko er mættur.
(Mynd: Jón Örvar Arason)