Fréttir

Breiðablik - Keflavík á laugardag kl. 14:00
Knattspyrna | 27. september 2013

Breiðablik - Keflavík á laugardag kl. 14:00

Þá er komið að síðasta leiknum í Pepsi-deildinni þetta sumarið og nú heimsækjum við Breiðablik á Kópavogsvöll á laugardaginn.  Flautað verður til leiks kl. 14:00.  Fyrir leikinn er Keflavík í 7. sæti deildarinnar með 24 stig en Blikar eru í 4. sætinu með 36 stig.  Leikurinn skiptir reyndar litlu um örlög liðanna í deildinni úr þessu þar sem Blikar geta ekki færst úr 4. sætinu en Keflavík getur enn lokið keppni í 7.-10. sæti.  Dómari leiksins verður Þóroddur Hjaltalín, aðstoðardómarar hans verða Áskell Þór Gíslason og Gylfi Már Sigurðsson en eftirlitsmaður KSÍ er Einar K. Guðmundsson.

Keflavík og Breiðablik hafa leikið 49 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1971.  Keflavík hefur unnið 22 leik og Breiðablik 16 en ellefu leikjum hefur lokið með jafntefli.  Markatalan er 88-70 fyrir Keflavík.  Stærsti sigur Keflavíkur í leikjum liðanna er 5-0 sigur árið 2006 en Breiðablik hefur þrisvar unnið 3-0.  Sex leikmenn í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Blikum í efstu deild; Jóhann Birnir Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson hafa gert tvö mörk og Elías Már Ómarsson, Hörður Sveinsson, Sigurbergur Elísson og  Magnús Þórir Matthíasson hafa skorað eitt mark hver. 

Keflavík og Breiðablik hafa leikið sjö leiki í næstefstu deild, fyrst árið 1957 og síðast árið 2003.  Keflavík vann sex leikjanna en Breiðablik einn og markatalan er 25-6 fyrir Keflavík.  Magnús Þorsteinsson skoraði þrjú mörk gegn Breiðabliki í B-deildinni árið 2003 og Hörður Sveinsson eitt. 

Liðin hafa leikið sjö leiki í bikarkeppni KSÍ, þann fyrsta árið 1961 og þann síðasta árið 2009.  Breiðablik hefur unnið fimm leiki en Keflavík tvo en markatalan er þó 17-12 fyrir Keflavík í bikarleikjum liðanna. 

Fyrr í sumar léku liðin á Nettó-vellinum í Keflavík og þá vann Breiðablik 2-1.  Elías Már Ómarsson skoraði mark Keflavíkur en Guðjón Pétur Lýðsson og Andri Rafn Yeoman gerðu mörk Blika.

Nokkrir leikmenn hafa leikið með báðum þessum liðum og má þar nefna Kristján Brooks, Kjartan Einarsson, Helga Bentsson og Sigurjón Kristjánsson.

Úrslit í leikjum Breiðabliks og Keflavíkur í Kópavogi hafa orðið þessi undanfarin ár:

2012 Breiðablik - Keflavík 0-4 Sigurbergur Elísson
Jóhann Birnir Guðmundsson
Guðmundur Steinarsson
Magnús Þorsteinsson
2011 Breiðablik - Keflavík 2-1 Hilmar Geir Eiðsson
2010 Breiðablik - Keflavík 0-1 Alen Sutej
2009 Breiðablik - Keflavík 4-4 Haukur Ingi Guðnason
Magnús Þorsteinsson
Magnús Þórir Matthíasson
Bjarni Hólm Aðalsteinsson
2008 Breiðablik - Keflavík 2-2 Sjálfsmark
Patrik Redo
2007 Breiðablik - Keflavík 2-2 Marco Kotilainen
Guðjón Árni Antoníusson
2006 Breiðablik - Keflavík 2-1 Sjálfsmark
2001 Breiðablik - Keflavík 2-4 Guðmundur Steinarsson 2
Gunnar Oddsson
Hólmar Örn Rúnarsson
2000 Breiðablik - Keflavík 2-1 Guðmundur Steinarsson
1999 Breiðablik - Keflavík 2-1 Rútur Snorrason