Fréttir

Knattspyrna | 29. júní 2008

Breiðablik - Keflavík á mánudag kl. 19:15

Mánudaginn 30. júní skreppa okkar menn í Kópavoginn og heimsækja Breiðablik í 9. umferð Landsbankadeildar karla.  Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst kl. 19:15.  Eftir tap á heimavelli í síðustu umferð þarf Keflavíkurliðið að koma sér aftur í gang og Blikar vilja einnig snúa við blaðinu eftir tap í síðasta leik.  Fyrir umferðina er Keflavík í 2. sæti deildarinnar með 18 stig en Breiðablik er í því 8. með 11 stig.  Dómari leiksins verður enginn annar en Kristinn Jakobsson, aðstoðardómarar hans verða Sigurður Óli Þórleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson en eftirlitsmaður KSÍ er Arnar S. Guðlaugsson.

Keflavík og Breiðablik hafa leikið 38 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1971.  Keflavík hefur unnið 19 leiki og Breiðablik 11 en átta leikjum hefur lokið með jafntefli.  Markatalan er 69-50 fyrir Keflavík.  Stærsti sigur Keflavíkur í leikjum liðanna er 5-0 sigur árið 2006 en Breiðablik vann 3-0 sigur á heimavelli árið 1982.  Fimm leikmenn í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Blikum í efstu deild; Guðmundur Steinarsson hefur skorað fjögur mörk og þeir Þórarinn Kristjánsson, Símun Samúelsen, Hólmar Örn Rúnarsson og Guðjón Árni Antoníusson hafa skorað eitt mark hver.  Þá skoraði Magnús Þorsteinsson þrjú mörk gegn Breiðabliki í B-deildinni árið 2003 og Hörður Sveinsson eitt. 

Liðin hafa leikið fimm leiki í bikarkeppni KSÍ, fyrst árið 1961 og þann síðasta í fyrra.  Breiðablik hefur unnið þrjá leiki en Keflavík tvo en markatalan er þó 13-6 fyrir Keflavík í bikarleikjum liðanna.

Síðasta sumar mættust liðin tvisvar í Landsbankadeildinni.  Fyrri leiknum á Kópavogsvelli lauk með 2-2 jafntefli.  Kristján Óli Sigurðsson og Magnús Páll Gunnarsson komu Blikum tvívegis yfir en Marco Kotilainen og Guðjón Árni Antoníusson jöfnuðu.  Breiðablik vann seinni leikinn í Keflavík 3-0 með mörkum frá Nenad Zivanovic, Prince Rajcomas og Steinþóri Þorsteinssyni.  Liðin mættust einnig í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar í fyrra og þann leik vann Breiðablik 3-1 á heimavelli sínum.  Árni Kristinn Gunnarsson og Prince Rajcomas settu þar eitt mark hvor og Keflavík skoraði sjálfsmark en Pétur Heiðar Kristjánsson minnkaði muninn.

Nokkrir leikmenn hafa leikið með báðum þessum liðum og má þar nefna Kristján Brooks, Kjartan Einarsson, Helga Bentsson og Sigurjón Kristjánsson.

Úrslit í leikjum Breiðabliks og Keflavíkur í efstu deild í Kópavogi hafa orðið þessi undanfarin ár:

2007 Breiðablik - Keflavík 2-2 Marco Kotilainen
Guðjón Árni Antoníusson
 
2006 

Breiðablik - Keflavík

2-1 Sjálfsmark
2001

Breiðablik - Keflavík

2-4 Guðmundur Steinarsson 2
Gunnar Oddsson
Hólmar Örn Rúnarsson
2000

Breiðablik - Keflavík

2-1 Guðmundur Steinarsson
1999

Breiðablik - Keflavík

2-1 Rútur Snorrason
1996

Breiðablik - Keflavík

1-1 Haukur Ingi Guðnason
1995

Breiðablik - Keflavík

1-1 Ragnar Margeirsson
1994

Breiðablik - Keflavík

1-3 Ragnar Margeirsson 2
Óli Þór Magnússon
1986

Breiðablik - Keflavík

1-0 Skúli Rósantsson
1984

Breiðablik - Keflavík

0-1 Magnús Garðarsson