Fréttir

Breiðablik - Keflavík á miðvikudag kl. 19:15
Knattspyrna | 4. ágúst 2015

Breiðablik - Keflavík á miðvikudag kl. 19:15

Eftir stutt frí um Verslunarmannahelgina er komið að leik í 14. umferð Pepsi-deildarinnar þegar okkar menn heimsækja Breiðablik.  Leikurinn verður á Kópavogsvelli miðvikudaginn 5. ágúst kl. 19:15.  Fyrir leikinn er Keflavík í neðsta sæti deildarinnar með fimm stig en Blikar eru í 4. sætinu með 23 stig.

Dómararnir
Dómari leiksins verður Garðar Örn Hinriksson, aðstoðardómarar þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Leiknir Ágústsson og eftirlitsmaður KSÍ er Ingi Jónsson.

Stuðullinn

  1 X 2
Lengjan 1,15 4,25 8,70

Getraunanúmer Keflavíkur er 230.

Efsta deild
Keflavík og Breiðablik hafa leikið 53 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1971.  Keflavík hefur unnið 23 leiki og Breiðablik 17 en 13 leikjum hefur lokið með jafntefli.  Markatalan er 90-85 fyrir Keflavík.  Stærsti sigur Keflavíkur í leikjum liðanna er 5-0 sigur árið 2006 en Breiðablik hefur þrisvar unnið 3-0.

Liðin hafa leikið 26 sinnum í Kópavogi í efstu deildinni.  Þar hefur Keflavík unnið 13 leiki, fimm hefur lokið með jafntefli en Breiðablik hefur átta sinnum unnið heima gegn Keflavík í efstu deild.  Markatalan í útileikjum gegn Breiðabliki er 40-47 fyrir Breiðablik.

Níu leikmenn í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Blikum í efstu deild; Sigurbergur Elísson, Hörður Sveinsson, Jóhann Birnir Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson hafa gert tvö mörk hver og Frans Elvarsson, Bojan Stefán Ljubicic, Magnús Þórir Matthíasson, Guðjón Árni Antoníusson og Hólmar Örn Rúnarsson hafa skorað eitt mark hver. 

Alls hafa 46 leikmenn skorað fyrir Keflavík gegn Breiðabliki í efstu deild.  Þar er Steinar Jóhannsson með flest mörk eða átta talsins og næstur er Ragnar Margeirsson með sjö mörk.

B-deild
Keflavík og Breiðablik hafa leikið sjö leiki í næstefstu deild, fyrst árið 1957 og síðast árið 2003.  Keflavík vann sex leikjanna en Breiðablik einn og markatalan er 25-6 fyrir Keflavík.  Magnús Þorsteinsson skoraði þrjú mörk gegn Breiðabliki í B-deildinni árið 2003 og Hörður Sveinsson eitt.

Bikarkeppnin
Liðin hafa leikið sjö leiki í bikarkeppni KSÍ, þann fyrsta árið 1961 og þann síðasta árið 2009.  Breiðablik hefur unnið fimm leiki en Keflavík tvo en markatalan er þó 17-12 fyrir Keflavík í bikarleikjum liðanna.  Guðjón Árni Antoníusson hefur gert tvö mörk í bikarleikjum gegn Blikum.

Síðast
Liðin mættust í Pepsi-deildinni fyrr í sumar og þá á Nettó-vellinum.  Þeim leik lauk með 1-1 jafntefli þar sem Sigurbergur Elísson kom Keflavík yfir en Guðjón Pétur Lýðsson jafnaði í blálokin.

Bæði lið
Nokkrir leikmenn hafa leikið með báðum þessum liðum og má þar nefna Stefán Gíslason, Kristján Brooks, Kjartan Einarsson, Helga Bentsson og Sigurjón Kristjánsson.  Nú eru þrír fyrrverandi leikmenn Breiðabliks í okkar röðum, Sindri Snær Magnússon, Páll Olgeir Þorsteinsson og Sigmar Ingi Sigurðarson og í liði Breiðabliks er fyrrverandi leikmaður okkar, Gunnleifur Gunnleifsson.

Síðustu leikir
Úrslit í leikjum Breiðabliks og Keflavíkur í Kópavogi hafa orðið þessi undanfarin ár:

Dags. Keppni Áh. Úrslit Mörk Keflavíkur
06.08.2014 A-deild 827 4-4 Aron Rúnar Heiðdal 5.    
Elías Már Ómarsson 45.    
Hörður Sveinsson 50.    
Frans Elvarsson 69.
28.09.2013 A-deild 543 3-2 Elías Már Ómarsson 18.    
Bojan Stefán Ljubicic 25. (v)
05.07.2012 A-deild 756 0-4 Sigurbergur Elísson 49.    
Jóhann B. Guðmundsson 52.    
Guðmundur Steinarsson 77.     
Magnús Þorsteinsson 90.
27.06.2011 A-deild 793 2-1 Hilmar Geir Eiðsson 21.
11.05.2010 A-deild 1680 0-1 Alen Sutej 36.
28.05.2009 A-deild 962 4-4 Haukur Ingi Guðnason 5.    
Magnús Þorsteinsson 14.    
Magnús Þ. Matthíasson 78.    
Bjarni Hólm Aðalsteinsson 85.
24.07.2008 Bikarkeppni 1019 3-2 Guðjón Árni Antoníusson 22.    
Símun Samuelsen 26.
  Leikur í 8 liða úrslitum
30.06.2008 A-deild 1189 2-2 Sjálfsmark 15.    
Patrik Redo 56.
12.08.2007 Bikarkeppni 712 3-1 Pétur Heiðar Kristjánsson 85.
  Leikur í 8 liða úrslitum - Baldur Sigurðsson skoraði sjálfsmark
24.05.2007 A-deild 660 2-2 Marco Kotilainen 75.    
Guðjón Árni Antoníusson 88.
  Ómar Jóhannsson varði vítaspyrnu frá Arnari Grétarssyni