Fréttir

Knattspyrna | 21. febrúar 2011

Breiðablik - Keflavík á þriðjudag kl. 18:00

Þá er Lengjubikarinn kominn af stað og fyrsti leikur okkar manna er útileikur gegn Breiðablik.  Leikurinn verður í Kórnum þriðjudaginn 22. febrúar kl. 18:00.  Það er ekki amalegt að byrja gegn sjálfum Íslandsmeisturunum og okkar menn ættu að koma ákveðnir til leiks, enda nýkrýndir fótbolta.net-meistarar.  Dómari leiksins verður Örvar Sær Gíslason og aðstoðardómarar hans eru Viðar Helgason og Andri Vigfússon.

Það er ekki úr vegi að minna á fyrsta heimaleikinn í Lengjubikarnum en hann verður gegn Gróttu í Reykjaneshöllinni laugardaginn 26. febrúar kl. 14:00.