Fréttir

Knattspyrna | 17. júlí 2007

Breiðablik og Fjölnir, úti og heima

Á dögunum var dregið í VISA-bikar karla og kvenna.  Keflavík mætir Breiðablik í 8 liða úrslitum karla og stelpurnar fá heimaleik gegn Fjölnir í undanúrslitum.  Það er von á hörkuleikjum hjá báðum liðunum okkar.  Keflavík og Breiðablik hafa bæði verið að spila skemmtilegan fótbolta í Landsbankadeildinni og gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik fyrr í sumar.  Aðeins munar einu stigi á Keflavík og Fjölni í Landsbankadeild kvenna þar sem okkar stelpur eru í 3. sæti en Fjölnisstúlkur í því fjórða.  Liðin léku á dögunum á heimavelli Fjölnis og þá sigruðu gestgjaranir 1-0 í hörkuleik.

Stelpurnar eru væntanlega ánægðar með að hafa fengið heimaleik gegn Fjölni en áður höfðu þær leikið fimm útileiki í röð í bikarkeppninni.  Þær léku síðast á heimavelli 10. júní 2005 þegar þær sigruðu Grindavík 8-1.  Síðan hefur liðið leikið á útivelli gegn Breiðablik (1-3), Þór/KA (4-0), Breiðablik (0-2), HK/Víking (1-0), Fylki (7-6 eftir vítaspyrnukeppni) og Aftureldingu (2-1).

Karlaliðið var ekki svo heppið að fá heimaleik í bikarnum en þeir ættu að vera orðnir vanir því.  Leikurinn gegn Breiðablik verður 16. útileikur liðsins í röð í bikarkeppninni sem hlýtur að nálgast það að vera heimsmet.  Liðið lék síðast heimaleik í bikarnum 3. júlí 2002 og vann þá U-23 ára lið ÍA 13-12 í vítaspyrnukeppni eftir að leiknum lauk með 3-3 jafntefli.  Síðan hefur liðið aðeins leikið á útivelli í keppninni en þó orðið bikarmeistari árin 2004 og 2006.  Bæði árin voru undanúrslita- og úrslitaleikirnir leiknir á Laugardalsvelli en í öll fjögur skiptin var Keflavík dregið sem útiliðið.

Hér má sjá yfirlit yfir þessa útileiki sem við höfum spilað í bikarkeppninni undanfarin ár.

22. júlí 2002 Fram - Keflavík 3-1 Adolf Sveinsson
13. júní 2003 Sauðárkrókur  - Keflavík 0-9 Kristján Jóhannsson 2
Hólmar Örn Rúnarsson 2
Þórarinn Kristjánsson 3
Haraldur Freyr Guðmundsson
Magnús Þorsteinsson
1. júlí 2003 ÍA - Keflavík 1-0
12. júní 2003 Völsungur - Keflavík 0-3 Magnús Þorsteinsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Sjálfsmark
5. júlí 2004 Fram - Keflavík 0-1 Hólmar Örn Rúnarsson
5. ágúst 2004 Fylkir - Keflavík 0-1 Þórarinn Kristjánsson
26. september 2004 HK - Keflavík 0-1 Sjálfsmark
2. október 2004 KA - Keflavík 0-3 Þórarinn Kristjánsson 2
Hörður Sveinsson
20. júní 2005 Fjölnir - Keflavík 3-4 Hólmar Örn Rúnarsson
Guðmundur Steinarsson 2
Stefán Örn Arnarson
5. júlí 2005 HK - Keflavík 1-0
6. júlí 2006 Leiknir R. - Keflavík 0-3 Stefán Örn Arnarson 2
Guðmundur Steinarsson
23. júlí 2006 ÍA - Keflavík 3-4 Þórarinn Kristjánsson
Guðmundur Steinarsson 2
Símun Samuelsen
28. ágúst 2006 Víkingur - Keflavík 0-4 Jónas Guðni Sævarsson
Guðmundur Steinarsson 2
Þórarinn Kristjánsson
30. september 2006 KR - Keflavík 0-3 Guðjón Árni Antoníusson
Baldur Sigurðsson
11. júlí 2007 Þróttur R. - Keflavík 0-1 Sigurbjörn Hafþórsson