Leikurinn gegn ÍBV í Deildarbikarnum um næstu helgi hefur verið færður og verður sunnudaginn 21. mars kl. 13:00 í Reykjaneshöllinni. Leikurinn hafði áður verið settur á laugardag kl. 12:00 en vonandi fjölmenna stuðningsmenn í Höllina á sunnudaginn og sjá góðan leik. Okkar menn deila nú efsta sætinu í riðlinum með Þrótturum með 7 stig en Eyjamenn hafa 4 stig eftir þrjá leiki.