Brian O´Callaghan fer
Brian O´Callaghan okkar sterki varnarmaður hefur spilað sinn síðasta leik. Það má segja að þetta sé enn eitt áfallið hjá okkur en ef hann hefði gert lengri samning við okkur þá hefði hann ekkert getað spilað lungann af næsta tímabili á Englandi. Brian var félagi góður og talaði persónulega við alla leikmenn liðsins eftir leikinn í kvöld og var mjög ánægður yfir þeirri reynslu að hafa spilað fyrir Keflavík. Honum fannst stuðningsmennirnir mjög öflugir og kröftugir þó svo áhorfendafjöldinn sé ekki mikill. Leikmenn liðsins eru ákveðnir í því að taka þessu áfalli eins og öðrum undanfarið og eflast til muna. Það er í raun frábært að finna fyrir því hvað það eru miklir karekterar í liðinu okkar, því þó svo að hvert áfallið á fætur öðru dynji á okkur þá eru þeir ákveðnir að gera bara enn betur.
Það er persónuleg skoðun mín að við stuðningsmenn þurfum ekkert að óttast með framhaldið þegar svona eðalnáungar skipa liðið okkar.
Við ætlum á toppinn, ...
Rúnar I. Hannah
Stuðningsmannasíða Keflavíkur