Fréttir

Knattspyrna | 18. október 2006

Bröndby - Silkeborg í beinni kl. 16:00

Við vekjum athygli á því að stórleikur Bröndby og Silkeborg í dönsku knattspyrnu verður sýndur beint í dag.  Leikurinn hefst kl. 16:00 og er hægt að sjá hann á Ölver í Glæsibæ.  Leikurinn er sýndur á VIASAT Sport 2.  Það þarf ekki að taka fram að með Silkeborg leika Keflvíkingarnir Hörður Sveinsson og Hólmar Örn Rúnarsson.  Auk þeirra leikur Bjarni Ólafur Eiríksson með liðinu en Hannes Þ. Sigurðsson leikur með Bröndby.