Brynjar snúinn heim
Brynjar Örn Guðmundsson skrifaði undir samning við Keflavík í sl.viku og er samningurinn til þriggja ára. Brynjar Örn er fæddur 1982 og er uppalinn Keflvíkingur. Hann spilaði með Keflavík 2001-2003 og svo með Reyni Sangerði sl. tvö ár og var valinn knattspyrnumaður ársins hjá Reyni í fyrra. Brynjar er fjölhæfur leikmaður og getur spilað alls staðar á miðjunni og einnig allar varnarstöður, hann er traustur og vel spilandi. Brynjar Örn hefur spilað 58 meistaraflokksleiki fyrir Keflavík og Reyni.
Við bjóðum Brynjar Örn velkomin í hópinn.
Myndir: Jón Örvar
Brynjar við undirskriftina.
Friðrik framkvæmdastjóri, Brynjar og Þorsteinn formaður.
Eftir undirskrift samninga. Hjördís gjaldkeri, Brynjar, Hafsteinn, Garðar og Þorsteinn formaður.