Fréttir

Knattspyrna | 31. janúar 2006

Buddy Farah skrifar undir

Ástralski Líbaninn Buddy Farah skrifaði undir 2ja ára samning við Keflavík í gær mánudaginn 30. janúar.  Buddy, sem er með tvöfalt ríkisfang, lék með öllum yngri landsliðum Ástralíu en foreldrar hans fluttust þangað frá Líbanon þegar styrjöld braust út í landinu á síðustu öld.  Buddy er farinn af landi brott en tveir landsleikir eru framundan hjá líbanska landsliðinu.  Buddy mun síðan koma til móts við Keflavík í æfingaferð á Spáni um mánaðarmótin mars-apríl.