Búið spil í Lengjubikarnum
Keflavík er úr leik í Lengjubikarnum eftir 2-0 tap gegn Val í Egilshöllinni. Það voru þeir Pálmi Rafn Pálmason og Dennis Bo Mortensen sem skoruðu og tryggðu Valsmönnum sætí í undanúrslitum keppninnar. Þá bíður okkar manna ekkert annað en Landsbankadeildin sem hefst með látum þann 10. maí en þá koma Íslandsmeistarar Vals einmitt í heimsókn á Sparisjóðsvöllinn í Keflavík.
Myndir: Jón Örvar
Byrjunarliðið gegn Val.
Túlkun ljósmyndarans á leik okkar manna; ekki alveg í fókus.