Búnir að selja 14.000 miða
Samkvæmt frétt á heimasíðu 1. FSV Mainz er liðið þegar búið að selja 14.000 miða á Evrópuleikinn á fimmtudaginn. Eins og áður hefur komið fram verður leikurinn á Commerzbank Arena-leikvanginum sem tekur rúmlega 50.000 manns í sæti. Mainz-menn hafa vonast til að fá um 25.000 áhorfendur á leikinn og eru greinilega á réttri leið. Þjóðverjarnir eru einnig farnir að undirbúa ferðir fyrir áhorfendur sína hingað til lands þannig að það má reikna með hópi stuðningsmanna Mainz á leiknum hér heima 25. ágúst.