Fréttir

Knattspyrna | 24. nóvember 2009

Byrjað gegn Blikum næsta sumar

Dregið var í töfluröð Pepsi-deildarinnar fyrir næsta ár í höfuðstöðvum KSÍ um síðustu helgi.  Fyrsti leikur okkar Keflvíkinga verður heimaleikur gegn bikarmeisturum Breiðabliks.  Í annari umferð verður svo hörku grannaslagur þegar Keflavík heimsækir Grindavík.  Í síðustu umferðinni kemur svo ÍBV í heimsókn á Sparisjóðsvöllinn.

Annars má sjá töfluröðina á vef KSÍ.


Keflvíkingar og Blikar hittast í 1. umferðinni árið 2010.