Fréttir

Knattspyrna | 10. nóvember 2008

Byrjað gegn FH næsta sumar

Búið er að draga um töfluröð í efstu deildum karla og kvenna næsta sumar og það er óhætt að segja að okkar fólk byrji með látum.  Strákarnir byrja með heimaleik gegn Íslandsmeisturum FH og stelpurnar byrja einnig á heimavelli gegn liði Fylkis.  Ekki eru enn komnar dagsetningar á leikina enda enn nokkrir mánuðir til stefnu.  Það er þó óhætt að fara að hlakka til og hægt er að sjá upplýsingar um deildirnar á vef KSÍ.

1. umferð karla:
Fylkir - Valur
Keflavík - FH
Fram - ÍBV
Breiðablik - Þróttur
Stjarnan - Grindavík
KR - Fjölnir
1. umferð kvenna:
Keflavík - Fylkir         
Afturelding - Stjarnan
KR - Valur       
Breiðablik - Þór/KA
ÍR - GRV


Frá bikarleiknum gegn FH í sumar.