Byrjað gegn KR
Á laugardag var dregið um töfluröð á Íslandsmótinu 2007 á Nordica hótelinu. Keflavík mun heimsækja KR í Frostaskjólið í fyrstu umferð og í annarri umferðinni koma sjálfir Íslandsmeistarar FH í heimsókn. Viku áður en Íslandsmótið hefst eigast FH og Keflavík við í meistarakeppni KSÍ. Hægt er að sjá alla leiki Landsbankadeildarinnar á heimasíðu KSÍ. Aðeins er búið að draga um töfluröðina en dagsetningar koma síðar og þá er hægt að fara að skipuleggja sumarfríið.
Leikir Keflavíkur:
1. umferð: KR - Keflavík
2. umferð: Keflavík - FH
3. umferð: Breiðablik - Keflavík
4. umferð: Keflavík - HK
5. umferð: Valur - Keflavík
6. umferð: Keflavík - Fram
7. umferð: Víkingur - Keflavík
8. umferð: Keflavík - Fylkir
9. umferð: ÍA - Keflavík
10. umferð: Keflavík - KR
11. umferð: FH - Keflavík
12. umferð: Keflavík - Breiðablik
13. umferð: HK - Keflavík
14. umferð: Keflavík - Valur
15. umferð: Fram - Keflavík
16. umferð: Keflavík - Víkingur
17. umferð: Fylkir - Keflavík
18. umferð: Keflavík - ÍA
Kristján og Keflavíkurliðið fagna góðum sigri og eiga vonandi eftir að gera það oft næsta sumar.