Fréttir

Knattspyrna | 25. nóvember 2002

Byrjað gegn Stjörnunni

Búið er að draga í umferðarröð fyrir 1. deild karla næsta sumar og byrjar Keflavík á heimaleik gegn Stjörnunni.  Næsti leikur er síðan útileikur gegn Breiðabliki.  Í síðustu umferðinni leika Keflavík og Víkingur R.  Þeir sem eru að bíða eftir nágrannaslagnum næsta sumar þurfa að bíða fram í 8. umferð þegar Njarðvíkingar koma í heimsókn.  Leikdagar í mótinu verða ákveðnir síðar.  Hægt er að sjá leikjadagskrána á heimasíðu KSÍ.