Fréttir

Knattspyrna | 29. júní 2007

Byrjað heima gegn Midtjylland

Eftir dráttinn í Evrópukeppninni í dag sömdu forráðamenn Keflavíkur og FC Midtjylland um að fyrri leikur liðanna fari fram í Keflavík og sá síðari í Herning.  Samkvæmt drættinum átti fyrri leikurinn að fara fram í Danmörku en forráðamenn danska liðsins sýndu mikinn áhuga á að leika seinni leikinn heima enda töldu þeir sig eiga vona á mun fleiri áhorfendum í byrjun ágúst en í júlí.  Þar sem þetta hentaði Keflavík einnig vel var fallist á beiðni Dananna.  Fyrri leikurinn verður því á Keflavíkurvelli fimmtudaginn 19. júlí en seinni leikurinn á SAS Arena í Herning fimmtudaginn 2. ágúst.


SAS Arena, heimavöllur Midtjylland.  Völlurinn tekur 7.300 áhorfendur í sæti og 4.500 í stæði.
(Mynd:
MessecenterHerning)