Fréttir

Knattspyrna | 14. júlí 2005

Byrjunarliðið gegn Etzella

Keflavík leikur gegn FC Etzella í Evópukeppni félagsliða í dag.  Leikurinn fer fram á heimavelli Lúxemborgaranna í Ettelbrück og hefst kl. 18:30 að staðartíma eða kl. 16:30 að íslenskum tíma.  Allt gott er að frétta af hópnum.  Að lokinni skoðunarferð um höfðurborgina í gær var tekin æfing á aðalvellinum í gærkvöldi og leist mönnum vel á aðstæður.  Í morgun var síðan tekin létt æfing á æfingarvelli félagsins og að henni lokinni var fundur þar sem leikurinn var lagður upp.  Veðrið er gott þar ytra og rúmlega 30 stiga hiti í dag.

Byrjunarlið okkar manna verður þannig skipað í dag: Ómar verður í markinu - í vörninni verða Issa, Michael, Baldur og Guðjón - Jónas verður aftastur á miðjunni, Hólmar Örn hægra megin, Gestur vinstra megin og Gunnar Hilmar verður fremstur á miðjunni - Guðmundur og Hörður verða svo í fremstu víglínu.  Á bekknum verða Magnús, Ásgrímur, Bjarni, Einar Orri, Atli, Ólafur Jón og Stefán Örn. 

Við komum svo með nánari fréttir af leiknum og gengi okkar manna.

Þess má geta að leikurinn í dag er 33. Evrópuleikur Keflavíkur.  Þar af eru 8 í Evrópukeppni meistaraliða, 6 í keppni bikarhafa, 10 í UEFA-keppninni og 8 í Intertoto-keppninni.  Liðið tekur í þetta skipti þátt í UEFA-keppninni sem bikarmeistarar.  Hingað til höfum við sigrað í tveimur leikjum í Evrópukeppninni; árið 1979 komumst við í 2. umferð UEFA-keppninna eftir 1-0 heimasigur á sænska liðinu Kalmar.  Síðasta Evrópuleik okkar lauk einnig með 1-0 sigri á Metalurgs frá Lettlandi en það dugði ekki til að komast áfram.