Fréttir

Knattspyrna | 1. júlí 2006

Byrjunarliðið gegn Lilleström

Nú styttist í leik Lilleström og Keflavíkur sem hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Það þarf ekki að koma á óvart að byrjunarliðið verður eins skipað og í síðasta leik.  Annars er allt gott að frétta af okkar mönnum og allir tilbúnir í slaginn.  Mikill hiti er þar úti og líklega um 30 stiga hiti á vellinum.  Við komum svo með fréttir af gangi mála um leið og eitthvað gerist í leiknum.

Keflavík (4-4-2): Ómar Jóhannsson - Guðjón Antoníusson, Guðmundur Mete, Kenneth Gustavsson, Hallgrímur Jónasson - Hólmar Örn Rúnarsson, Baldur Sigurðsson, Jónas Guðni Sævarsson, Símun Samuelsen - Stefán Örn Arnarson, Guðmundur Steinarsson
Varamenn: Magnús Þormar, Branko Milicevic, Ragnar Magnússon, Viktor Guðnason, Einar Orri Einarsson, Þórarinn Kristjánsson, Magnús Þorsteinsson 

 


Åråsen Stadion þar sem leikurinn fer fram.
(Mynd: Jón Björn Ólafsson / 
Víkurfréttir)