Fréttir

Knattspyrna | 2. ágúst 2007

Byrjunarliðið gegn Midtjylland

FC Midtjylland og Keflavík leika seinni leik sinn í undankeppni Evrópukeppni félagsliða á SAS Arena í Herning á eftir.  Leikurinn hefst kl. 19:00 að staðartíma eða kl. 17:00 að íslenskum tíma.  Allt gott er að frétta af okkar mönnum og menn eru tilbúnir í slaginn gegn danska liðinu.  Allar aðstæður og móttökur hafa verið til fyrirmyndar og leikvangurinn í Herning er hinn glæsilegasti.  Byrjunarlið Keflavíkur verður þannig skipað að Bjarki Freyr verður í markinu, Guðjón, Branko, Guðmundur Mete og Nicolai í vörninni, Hallgrímur, Baldur, Jónas og Símun verða á miðjunni, Guðmundur Steinars verður fyrir framan þá og Þórarinn leikur í fremstu víglínu.  Á bekknum verða Símon markmaður, Kenneth, Þorsteinn Atli, Einar Orri, Marco, Magnús Þorsteins og Sigurbjörn.