Fréttir

Knattspyrna | 27. júní 2006

Dagskrá hjá Fjölskylduklúbbnum

Á morgun miðvikudaginn 28. júní taka Keflvíkingar á móti liði Breiðabliks kl. 19:15.  Fjölskylduklúbburinn vill hvetja alla meðlimi til þess að mæta og gera allt sem í okkar valdi stendur til að styðja strákana okkar til sigurs.

Í hálfleik eru meðlimir Fjölskylduklúbbsins boðnir í smásprell með Puma-sveitinni í A-sal þar sem verður farið í einhverja leiki, t.d. vítakeppni og fleira skemmtilegt.  Einnig býður Fjölskylduklúbburinn upp á kaffi, djús og nýbakaðar kökur. 

Hlökkum til að sjá ykkur öll á vellinum á morgun.  Nú mæta allir með „klöppurnar“ sínar og hvetja Keflvíkinga til dáða.

ÁFRAM KEFLAVÍK!!!