Daniel og Geoff hættir
Þeir Daniel Severino og Geoff Miles eru hættir að leika með Keflavíkurliðinu. Eftir viðræður Knattspyrnudeildar við leikmennina varð niðurstaðan að leysa þá undan samningum sínum við Keflavík. Daniel hafði leikið alla leiki Keflavíkur í sumar og náði að skora eitt mark í Landsbankadeildinni. Geoff spilaði fimm leiki í deildinni og báða leikina gegn Dungannon. Við þökkum þeim félögum samstarfið þótt það hafi orðið styttra en efni stóðu til.
Danny og Miles. (Myndir: Jón Örvar Arason)