Fréttir

Knattspyrna | 7. júlí 2004

Danskur leikmaður til Keflavíkur

Danski leikmaðurinn Tommy Schram er á leið til Keflavíkur.  Hannkemur til landsins n.k. laugardag og verður til skoðunar hjá þjálfara Keflavíkur í næstu viku.  Tommy er ekki alveg ókunnur íslenskri knattspyrnu en hann lék með ÍBV sumarið 2001.  Tommy er 32 ára og er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið á miðjunni og flestar stöður í vörn.  Lipur með boltann og vel spilandi.