Dauflegt tap gegn Blikum
Það var lítil stemmning þegar okkar menn tóku á móti Breiðabliki í 21. og næstsíðustu umferð Pepsi-deildarinnar en leikið var á Nettó-vellinum. Kópavogsbúar sýndu heldur meiri áhuga enda enn í baráttu um Evrópusæti. Kristinn Jónsson kom gestunum eftir um hálftíma leik og þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks. Hörður Sveinsson jafnaði meti með góðu marki en Blikar bættu við tveimur mörkum frá Elfari Árna Aðalsteinssyni og Nichlas Rohde. Í blálokin minnkaði Rafn Markús Vilbergsson muninn en skömmu áður hafði Ómar markvörður varið vítaspyrnu gestanna.
Eftir leikinn er Keflavík í 9. sæti deildarinnar með 27 stig. Nú er ekkert eftir nema síðasti leikur sumarsins en það er útileikur gegn KR laugardaginn 29. september kl. 14:00.
-
Leikurinn var 48. leikur Keflavíkur og Breiðabliks í efstu deild. Breiðablik hefur nú unnið 15 leiki, Keflavík hefur unnið 22 leiki en ellefu hefur lokið með jafntefli. Markatalan er 87-68 fyrir Keflavík.
-
Hörður Sveinsson skoraði þriðja mark sitt í sumar og 33. mark sitt fyrir Keflavík í efstu deild. Hann hefur gert þessi mörk í 107 leikjum og er sjöundi markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi.
-
Rafn Markús Vilbergsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Keflavík í sínum fimmta leik.
-
Ómar Jóhannsson varði víti frá Finni Margeirssyni skömmu fyrir leikslok. Þetta var í fimmta sinn sem Ómar ver víti í efstu deild en hann varði tvö víti árið 2007 og eitt árin 2005 og 2006. Það voru þeir Arnar Gunnlaugsson (KR), Sævar Þór Gíslason (Fylkir), Arnar Grétarsson (Breiðablik) og Rúnar Kristinsson (KR) sem áður hafði mistekist að skora hjá Ómari.
-
Haraldur Freyr Guðmundsson gat ekki leikið vegna meiðsla og tók Guðmundur Steinarsson við fyrirliðastöðunni í leiknum. Hann þurfti hins vegar að fara af velli í hálfleik og þá var komið að Jóhanni Birni Guðmundssyni að taka við fyrirliðabandinu.
Pepsi-deild karla, Nettó-völlurinn, 23. september 2012
Keflavík 2 (Hörður Sveinsson 53., Rafn Markús Vilbergsson 90.)
Breiðablik 3 (Kristinn Jónsson 31., Elfar Árni Aðalsteinsson 68., Nichlas Rohde 76.)
Keflavík: Ómar Jóhannsson, Grétar Atli Grétarsson, Jóhann R. Benediktsson, Magnús Þór Magnússon, Rafn Markús Vilbergsson, Jóhann Birnir Guðmundsson, Sigurbergur Elísson (Bojan Stefán Ljubicic 80.), Einar Orri Einarsson, Denis Selimovic, Frans Elvarsson, Hörður Sveinsson, Guðmundur Steinarsson (Magnús Sverrir Þorsteinsson 46.).
Varamenn: Árni Freyr Ásgeirsson, Viktor Smári Hafsteinsson, Samúel Kári Friðjónsson, Elías Már Ómarsson.
Gul spjöld: Denis Selimovic (33.) , Grétar Atli Grétarsson (61.), Jóhann R. Benediktsson (85.).
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson.
Aðstoðardómarar: Smári Stefánsson og Haukur Erlingsson.
Eftirlitsdómari: Ingi Jónsson.
Myndir: Eygló og Jón Örvar.