Deildarbikarinn að byrja hjá stelpunum
Fyrsti leikur meistaraflokks kvenna í deildarbikarnum verður á morgun, miðvikudag, en þá verður leikið gegn Fjölni. Leikurinn fer fram á gervigrasvellinum í Laugardalnum kl. 21:00 en Fjölnir spilar í úrvalsdeild. Fyrsti heimaleikurinn verður svo sunnudaginn 18. apríl gegn Þór/KA/KS í Reykjaneshöllinni kl. 14:00.
Tveir leikmenn hafa gengið til liðs við Keflavík; Guðný Þórðardóttir sem kemur frá Breiðabliki og Ólöf Helga Pálsdóttir úr Grindavík.