Deildarbikarinn búinn í ár
Þátttöku Keflavíkur í deildarbikar karla er lokið í ár eftir 1-2 tap gegn ÍA upp á Skipaskaga. Það var Ellert Jón Björnsson sem kom heimamönnum yfir strax á 3. mínútu en Ingvi Rafn Guðmundsson jafnaði fyrir okkar menn á þeirri 56. Það var síðan rétt fyrir leikslok sem Kári Steinn Reynisson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. Skagamenn eru þar með komnir í undanúrslit keppninnar en okkar menn geta farið að einbeita sér að þeim verkefnum sem framundan eru.
Liðið: Ómar, Guðjón, Gestur, Ásgrímur, Gunnar Hilmar (Atli Rúnar), Jónas, Bjarni (Scott), Baldur, Ingvi, Hörður, Guðmundur (Hólmar Örn)
Varamenn: Magnús, Ólafur Ívar, Sigþór
Myndir: Jón Örvar Arason

Barátta í loftinu.
Baldur Sig.
Vel varin aukaspyrna frá Gumma Steinars.
Dómarinn, Kiddi Jakobs.
Barátta við mark Skagamanna.
Atli Rúnar og Bjarni Sæm.
Baldur skallar frá marki.
Bói og Ingvi.
Tveir góðir, þeir Gulli og Höddi.
Atli Rúnar.
Skot frá Ingva í hliðarnetið.
Gummi Steinars fylgist með.
Dómgæslan orðin skýtin? Rangstæða og dómarakast.
Og enn skrýtnari? Vítaspyrna dæmd á Keflavík.