Fréttir

Knattspyrna | 20. febrúar 2004

Deildarbikarinn hefst á sunnudag

Um helgina hefst keppní í Deildarbikarkeppni KSÍ.  Keflavík hefur leik á sunnudaginn gegn Þrótti R.  Leikurinn fer fram í Reykjaneshöllinni og hefst kl. 20:00.  Við hvetjum stuðningsmenn til að mæta á leikinn og hvetja okkar menn nú þegar undirbúningur fyrir sumarið er að hefjast af alvöru.

Verið er að vinna af fullum krafti í leikmannamálum meistaraflokks.  Ætlunin er að styrkja hópinn fyrir átök sumarsins.  Þau mál eru mislangt komin en von er á nánari fréttum af þeim málum á allra næstu dögum.