Keflavík leikur tvo fyrstu leikina í Deildarbikarnum gegn KA og Völsungum á Akureyri um næstu helgi í Boganum. Farið verður með 20 leikmenn og eru þetta fyrstu "alvöru" leikir vetrarins og spennandi verður að sjá "Derby"-leikinn við Zoran vin okkar og lærisveina hans frá Völsungum á Húsavík. Ég vil nota tækifærið og óska Zoran og hans liði velfarnaðar og það verður spennandi að fylgjast með frumraun Zorans í þjálfun en auðvitað eigum við Keflvíkingar mikið í honum. ási