DHL styrkir meistaraflokk kvenna
Gengið hefur verið frá styrktarsamningi á milli DHL og meistaraflokks kvenna til næstu þriggja ára. DHL gerist þar með einn af aðalstyrktaraðilum meistaraflokks kvenna og erum við mjög ánægð að hafa náð að koma á samstarfi á milli DHL og knattspyrnudeildar, meistaraflokks kvenna. DHL verður með auglýsingu á keppnistreyjum meistaraflokks, bæði aðal- og varasetti, þegar liðið hefur keppni í Landsbankadeild kvenna í sumar.
Viljum við koma á þakklæti til DHL vegna þess áhuga sem þeir sýna meistaraflokki kvenna hjá Keflavík.
Frá undirskrift samstarfssamnings. Atli Freyr Einarsson sölu- og markaðsstjóri DHL
og Þórður Þorbjörnsson stjórnarmaður í meistaraflokksráði kvenna.