Fréttir

Knattspyrna | 14. apríl 2005

Dominosmót 7. flokks

Laugardaginn 9. apríl fór fram Dominos-mót Keflavíkur í 7. flokki (7 og 8 ára).  Mótið sem fram fór í Reykjaneshöll tókst í alla staði mjög vel og voru tilþrifin fjöldamörg sem knattspyrnusnillingar framtíðarinnar buðu upp á.  Leikgleðin er aðalsmerkið í þessum aldursflokki og er sérlega gaman að horfa á svona lítil „kríli“ leika knattspyrnu.  Það var allt iðandi af lífi í Reykjaneshöllinni þennan laugardagsmorgun, keppendur voru um 300 og má áætla að heildarfjöldinn í Höllinni hafi verið um 800 manns.

Félögin sem tóku þátt voru: Keflavík, Njarðvík, Breiðablik, FH, HK, Víkingur og Stjarnan.  Leiknir voru 80 leikir í mótinu í fjórum deildum og skoruðu piltarnir 145 mörk, eða 1,8 mark að meðaltali í leik.

Sigurvegarar deildanna voru sem hér segir:
Enska deildin: Víkingur
Íslenska deildin: Breiðablik
Spænska deildin: Breiðablik
Þýska deildin: Njarðvík

Í lok móts fengu svo allir piltarnir verðlaunapening fyrir frábæra frammistöðu og pizzu og gos frá Dominos.

» Myndir frá Dominosmótinu


Ingvi Rafn Guðmundsson, leikmaður meistaraflokks Keflavíkur og U-21 landsliðsins,
afhenti fyrirliða Víkings í Ensku deildinni sigurlaunin.