Donna Cheyne komin til Keflavíkur
Donna Cheyne sem hefur leikið undanfarin tvö ár með Keflavík er mætt aftur til leiks hjá okkur. Donna hefur leikið 16 leiki með meistaraflokki og skorað 3 mörk. Donna er 29 ára gömul og lyftir meðalaldri okkar unga liðs aðeins upp en hún býr yfir mikilli reynslu sem nýtist okkur vel. Donna hefur stundað nám í Bandaríkjunum undanfarin ár. Við bjóðum Donnu velkomna aftur og væntun mikils af henni.
ÞÞ