Fréttir

Knattspyrna | 15. febrúar 2005

Drago styttan aftur í Keflavik

Drago styttan sem er veitt liði úr Landsbankadeildinni fyrir prúðmannlega framkomu utan vallar sem innan á orðið fast aðsetur á skrifstofu Knattspyrnudeildar Keflavíkur.  Á KSÍ þinginu um síðustu helgi veitti formaður  Knattspyrnudeildar Keflavíkur, Rúnar V. Arnarson, Drago styttunni enn og aftur viðtöku.  Þó sumum finnist það ekki eftirsóknarvert að hljóta þann heiður sem því fylgir að fá þessa góðu viðurkenningu finnst okkur hún bera glæsilegan vott um góða umgjörð Keflavíkur við móttöku annarra liða úr Landsbankadeildinni, dómara og starfsmanna KSÍ.  Þá ber viðurkenningin það með sér að leikmenn Keflavíkur berjast heiðarlega en af öllu afli í hvert sinn sem þeir leika fyrir hönd félagsins.  Við Keflvíkingar erum stoltir af því. ási