Fréttir

Knattspyrna | 18. febrúar 2009

Drago-styttan til Keflavíkur

Keflavík fékk hina svokölluðu Drago styttu sem prúðasta lið Landsbankadeildar karla síðastliðið sumar.  Drago stytturnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik miðað við gul og rauð spjöld dómaranna.  Það voru Haukar sem fengu þessa viðurkenningu í 1. deildinni.  Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna stytturnar á 63. ársþingi KSÍ.  Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Keflavík fær viðurkenningu sem prúðasta liðið en við fengum einnig Drago styttuna 1976, 1979, 1993, 1995, 2004 og 2005. Auk þess fékk liðið styttuna í 1. deildinni árið 2003.



Keflvíkingar, prúðir að vanda.