Dregið í hádeginu í UEFA-keppninni
Í hádeginu í dag verður dregið í 2. umferð forkeppni Evrópukeppni félagsliða. Keflavík er að sjálfsögðu í pottinum og erum við í 2. hópi á Norðursvæðinu. Keflavík getur lent á móti 1 FSV Mainz 50 frá Þýskalandi, dönsku liðunum FC Köbenhavn eða Esbjerg fB, skoska liðinu Dundee United eða Djurgårdens IF frá Svíþjóð.