Fréttir

Dröfn Einarsdóttir og Ísabel Jasmín Almarsdóttir semja við Keflavík
Knattspyrna | 5. nóvember 2018

Dröfn Einarsdóttir og Ísabel Jasmín Almarsdóttir semja við Keflavík

Dröfn Einarsdóttir og Ísabel Jasmín Almarsdóttir semja við Keflavík

Keflavík hefur fengið góðan liðsstyrk því þær Dröfn Einarsdóttir og Ísabel Jasmín Almarsdóttir sem báðar spiluðu með Grindavík síðastliðið sumar munu leika í bláum treyjum í Pepsí 2019.  Báðar skrifuðu þær undir tveggja ára samning.

Dröfn er 19 ára og spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki 2014.  Hún hefur spilað alls 94 leiki með meistaraflokki Grindavíkur og skorað í þeim 6 mörk.  Hún spilaði alla leikina í Pepsí deildinni í sumar. Dröfn hefur spilað 28 leiki með U19 og U17 ára landsliðum Íslands og skorað 2 mörk.

Ísabel er 19 ára og spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki 2014.  Hún hefur spilað alls 71 leiki með meistaraflokki Grindavíkur og skorað í þeim 3 mörk.  Hún spilaði alla leikina í Pepsí deildinni í sumar. Ísabel hefur verið í úrtökum fyrir yngri landslið Íslands.

Leikmennirnir hafa báðir verið í lykilhlutverkum í sínu uppeldisfélagi síðustu ár og því eru það frábærar fréttir fyrir klúbbinn að þær hafi ákveðið að nýta sína kraft í þágu Keflavík í þeim verkefnum sem eru framundan.  Keflavík býður þær velkomna til félagsins.