Fréttir

Knattspyrna | 5. maí 2006

Dugnaðarforkar óskast!

Nú styttist í að keppnistímabilið hefjist fyrir alvöru og undirbúningur er í fullum gangi.  En það er ekki aðeins knattspyrnufólkið okkar sem undirbýr sig af fullum krafti; þeir sem starfa bak við tjöldin vinna líka hörðum höndum þessa dagana.  M.a. er verið að koma vellinum okkar í toppstand, setja upp auglýsingaskilti og þess háttar.  Þessi vinna er komin á fullt en ætlunin er að klára verkið laugardaginn 6. maí.  Nú vantar okkur nokkra duglega stuðningsmenn til að rétta hjálparhönd en starfið hefst á laugardagsmorgun kl. 10:00 og stendur í einhverja klukkutíma.  Vonandi geta einhverjir stuðningsmenn gefið sér tíma til að rétta félaginu hjálparhönd, vinna í nokkra tíma í skemmtilegum félagsskap og gera umgjörðina um leiki sumarsins glæsilega. 


Það verður betra veður á laugardaginn, við lofum því!
(Mynd:
Jón Örvar Arason)