Dungannon Swifts í InterToto-keppninni
Nú er ljóst að Keflavík leikur gegn Dungannon Swifts í InterToto-keppninni í sumar. Í drættinum lentum við gegn liði frá Norður-Írlandi og það var lið Dungannon sem komst í keppnina með því að tryggja sér 4. sæti deildarinnar sem lýkur um næstu helgi. Dungannon Swifts var stofnað árið 1949 og hefur lengst af leikið í neðri deildum á Norður-Írlandi. Liðið var hins vegar að ljúka þriðja ári sínu í efstu deild þar í landi. Heimavöllur liðsins heitir Stangmore Park og tekur um 3000 áhorfendur. Fyrri leikur Keflavíkur og Dungannon verður í Keflavík en líklegt er að sá seinni verði á Mourneview Park í Lurgan en það er heimavöllur Glenavon.