Fréttir

Ég er kominn heim
Knattspyrna | 14. október 2016

Ég er kominn heim

Ómar Jóhannsson er nýráðinn markmannsþjálfari Keflavíkur.  Ómar hefur verið aðstoðarþjálfari og leikmaður hjá Njarðvík s.l. 2 ár en kom inn sem markmannsþjálfari í lok s.l. tímabils hjá Keflavík þegar Sigmar lét af störfum.  Ómar hefur leikið 185 leiki með Keflavík í meistaraflokki, 9 leiki með U17, 6 leiki með U19 og 19 með U21 landsliðum Íslands.  Það er mikið fagnaðarefni að fá Ómar í þjálfarateymi Keflavíkur í það mikla starf sem er framundan við að byggja liðið upp og koma því í deild þeirra bestu og gaman frá því að segja að hann kyrjaði "Ég er kominn heim"  þegar hann skrifaði undir.

Fyrir hönd Knattspyrnudeildar,
Jón Ben formaður